Innlent

Enn skelfur jörð á Reykja­nesi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ennþá er ekkert eldgos hafið en nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt á Reykjanesinu.
Ennþá er ekkert eldgos hafið en nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt á Reykjanesinu. Vísir/Vilhelm

Jörð skelfur enn á Reykjanesi og frá miðnætti hafa tveir skjálftar mælst yfir þremur stigum að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni róaðist skjálftavirknin eilítið í gærkvöldi og í nótt en um fjögurleytið tók hún aftur við sér þegar skjálfti upp á 4,3 stig reið yfir. Annar litlu minni, eða 3,7 stig kom svo skömmu seinna. Upptök þeirra eru rétt norðvestan við Þorbjörn.

Veðurstofan fékk tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist vel í nágrenninu og í Hafnarfirði einnig. Alls eru skjálftarnir á svæðinu um hundrað talsins frá miðnætti, samkvæmt mælum veðurstofunnar.


Tengdar fréttir

Segir ekkert eld­gos að byrja en hrinan haldi á­fram

Jarð­eðlis­fræðingur segir að skjálfta­hrinan á Reykja­nesi muni að öllum líkindum halda á­fram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eld­gos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðar­bungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×