Þriðji besti CrossFit kappi landsins óttast það að vera rekinn úr landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 08:01 Carlos Fernandez varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í CrossFit á dögunum. S2 Sport Carlos Fernandez hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í Crossfit á dögunum en hann bíður nú eftir niðurstöðum frá Útlendingastofnun og óttast að hann verði rekinn úr landi. Carlos hefur nú verið búsettur í Keflavík í tæplega ár. Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos. CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Carlos sem er frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í opnu flokki sem haldið var í Crossfit Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var á eftir þeim Bjarna Leifi og Frederik Ægidius. Hann segist hafa fallið fyrir íþróttinni um leið. „Þegar ég æfi geri ég það alltaf til að vinna. Ég keppti á móti ótrúlega góðum íþróttamönnum á mjög háu plani,“ sagði Carlos í samtali við Stefán Árni Pálsson. Mjög slæmt ástand í Venesúela Hann kom frá Venesúela en hvernig er ástandið þar? „Í augnablikinu er það mjög slæmt ef satt skal segja. Íslensk stjórnvöld segja að ástandið fari batnandi en það er ekki rétt. Allir sem eru hér og eiga fjölskyldu þar vita hvernig ástandið er. Við erum erum virkilega hrædd við að fara þangað af þeim ástæðum,“ sagði Carlos. „Ég vil vera hér og byggja upp líf mitt hér sem CrossFit íþróttamaður og sem manneskja. Ísland er mjög fallegt land til að eiga líf og það allt,“ sagði Carlos. Kom hingað fyrir ellefu mánuðum Carlos kom til landsins fyrir ellefu mánuðum sem flóttamaður. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Er Carlos hræddur um að verða vísað úr landi núna? „Svo sannarlega. Mér líður vel í landinu og ég er ánægður hérna. Ég er þakklátur stjórnvöldum og fólkinu og þá sérstaklega í bænum mínum Keflavík. Fólkið hjá CrossFit Suðurnes kemur fram við mig eins og annað fólk hérna. Eins og ég sé einn af fjölskyldunni,“ sagði Carlos. Hefur áfrýjað Carlos hefur áfrýjað ákvörðun útlendingarstofnunnar um að senda hann úr landi og bíður nú eftir niðurstöðu. Ef ákvörðunin verður ekki honum hagstæð gæti hann þurft að fara úr landi strax næsta dag. „Ef ég fæ svarið á morgun verð ég sennilega að yfirgefa landið innan fimmtán daga eða eitthvað. Ég hef þegar fengið fyrsta svarið í mínu máli. Ég áfrýjaði ákvörðuninni eins og ég sagði þér áðan en ef ég fær svarið á morgun eða hvenær sem þau vilja þá þarf ég að fara úr landi,“ sagði Carlos. Er hann bjartsýnn um að vera hér áfram? „Já hundrað prósent. Alltaf,“ sagði Carlos.
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira