Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið alvöru leik“ Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks Vísir/Getty Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfarateymi liðsins hefur staðið að undirbúningi þess fyrir þennan mikilvæga leik. Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Um er að ræða þriðja leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni en fyrir hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í riðlinum. Fyrst gegn Maccabi Tel Aviv á útivelli og svo hér heima gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það er komin mikil tilhlökkun. Við erum að fara mæta sterku liði í Gent,“ segir Höskuldur í samtali við Vísi. Áður en Breiðablik hélt yfir til Belgíu millilenti liðið í Skotlandi. Æfði þar og spilaði æfingarleik gegn varaliði Glasgow Rangers um síðustu helgi. Leik sem lauk með 3-2 sigri Blika. „Ég held að þjálfarateymið hafi bara hitt naglann á höfuðið með því að fá þennan leik fyrir okkur af því að það voru alveg liðnar þrjár vikur frá því að Besta deildin kláraðist. Þarna fengum við leik sem var spilaður af mikilli ákefð og hann mun reynast okkur dýrmætur upp á framhaldið að gera.“ Með hvaða hugarfari fara Blikar inn í þennan leik? „Við náttúrulega stefnum bara að því að vinna þennan leik í grunninn. Við áttum okkur alveg á því að við komum inn sem litla liðið í þennan leik. Gent er massíft lið og heimaliðið í þessari viðureign en við höfum þá trú á okkur að sama hver andstæðingurinn er, sama á hvaða velli leikurinn er spilaður, getum við alltaf gefið alvöru leik og ef við nýtum okkar tækifæri vel þá held ég að við getum alveg náð í góð úrslit.“ Leikur Gent og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á sportrásinni Vodafone Sport og hef útsending klukkan 16.35.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira