„Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2023 10:30 Sólrún og Gunnhildur bjuggu saman í nokkra daga. Hin 71 árs Gunnhildur Emilsdóttir og hin tvítuga Sólrún Dögg bjuggu saman í nokkra daga í þáttunum Sambúðin á Stöð 2. Sambúðin gekk vel en Sólrún fann samt sem þaður fyrir heimþrá þegar leið á. Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina Sambúðin Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina
Sambúðin Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira