Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2023 21:53 Guðmundur segir að honum hafi þótt margt við skrif bókarinnar óþægilegt. RÚV Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent