Handbolti

Sigurhrina Madgeburg heldur áfram | Sigvaldi hélt sig hægan gegn Aalborg

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ómar Ingi og félagar í Madgeburg hafa unnið fjóra leiki í röð í Meistaradeildinni.
Ómar Ingi og félagar í Madgeburg hafa unnið fjóra leiki í röð í Meistaradeildinni. Vísir/Getty

Þrír leikir fóru fram í Meistaradeild karla í handbolta í kvöld og Íslendingar komu við sögu í þeim öllum. 

Sigvaldi Björn hefur fagnað gríðargóðu gengi með liði Kolstad upp á síðkastið, var valinn í úrvalslið síðustu umferðar eftir sigur gegn Kiel, en verður ekki líklega ekki valinn í þessari umferð. Honum tókst aðeins að skora eitt mark í 27-25 tapi gegn Aalborg. 

Haukar Þrastarson var atkvæðameiri með fjögur mörk fyrir Kielce sem vann 24-21 gegn RK Eurofarm Pelister. Þetta var annar sigur Kielce í Meistaradeildinni á þessu tímabili, sá fyrri kom gegn toppliði PSG og svo gerði liðið jafntefli við Kiel í síðustu umferð, sem situr í öðru sæti riðilsins. Andstæðingar þeirra eru sigurlausir í neðsta sætinu. 

Í B-riðlinum fór svo fram leikur Montpellier og Madgeburg, þar voru þeir Janus Daði og Ómar Ingi í sigurliði Madgeburg. Ómar Ingi skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu, Janus Daði skoraði fimm. Madgeburg hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir tap í fyrstu tveimur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×