Innherji

Ný út­lán til fyrir­tækja skreppa saman í fyrsta sinn í nærri tvö ár

Hörður Ægisson skrifar
Talsverð umskipti hafa orðið í lánaþróun bankanna til atvinnulífsins að undanförnu samhliða því að hækkandi vextir eru farnir að hafa áhrif á fjárfestingaráform fyrirtækja.
Talsverð umskipti hafa orðið í lánaþróun bankanna til atvinnulífsins að undanförnu samhliða því að hækkandi vextir eru farnir að hafa áhrif á fjárfestingaráform fyrirtækja. Vilhelm Gunnarsson

Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti bankakerfisins til atvinnulífsins en hrein ný útlán drógust saman í september, einkum vegna uppgreiðslu á lánum fyrirtækja í samgöngum, í fyrsta sinn frá því undir árslok 2021. Ekkert lát er hins vegar á ásókn heimila yfir í verðtryggð lán en þriðja mánuðinn í röð var nýtt met slegið í slíkum lánum með veði í íbúð.


Tengdar fréttir

Virðist vera „kapps­mál“ sumra verka­lýðs­fé­laga að tala upp verð­bólgu­væntingar

Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ 

Met slegið í verðtryggðum íbúðalánum bankanna annan mánuðinn í röð

Talsvert hefur hægt á útlánavexti bankanna til atvinnulífsins á undanförnum þremur mánuðum samhliða hækkandi fjármagnskostnaði en meðalvextir óverðtryggðra fyrirtækjalána voru farnir að nálgast tólf prósent fyrr í sumar. Á sama tíma er ekkert lát á tilfærslu heimila úr óverðtryggðum íbúðalánum yfir í verðtryggð en annan mánuðinn í röð var met slegið í nýjum verðtryggðum lánum bankanna með veði í íbúð.

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×