Tungumálavandi skútumálsins Jón Þór Stefánsson skrifar 27. október 2023 07:02 Tveir sakborningar málsins eru annars vegar grímuklæddi maðurinn fyrir miðju og maðurinn lengst til hægri sem horfir til hans. Þá má einnig sjá tvo túlka málsins sem eru sitt hvoru megin við fyrri sakborninginn. Vísir/Vilhelm Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið. Tungumál hafa spilað stóran hluta í skútumálinu en aðalmeðferð málsins hófst á þriðjudag og líkur með málflutningi lögmanna í dag. Sakborningar málsins eru þrír og tala annars vegar dönsku og hins vegar grænlensku. Þar af leiðandi voru þrír túlkar til starfa í héraðsdómi í vikunni, einn fyrir hvern sakborning. Fyrsta vitnaleiðsla málsins, yfir einum sakborninga, tók um það bil tvær klukkustundir. Framburður hinna tveggja tóku hvor um sig um klukkustund. Poul Frederik Olsen, 54 ára, og Henry Fleischer, 34 ára, sigldu skútu sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Danska lögreglunnar ekki til hjálpar Atriði er varða tungumál, og því um líkt, komu í nokkur skipti fram í vitnaleiðslum í málinu. Poul, fyrsti sakborningurinn sem sagði sína hlið fyrir dómnum, setti út á túlk og vinnubrögð lögreglu í framburði sínum. Haft var eftir Poul, sem neitar sök, í lögregluskýrslu að hann hafi grunað að fíkniefni væru um borð í skútunni. Þar hafi hann minnst á hass, kókaín eða heróín. Poul vill meina að þetta hafi verið illa þýtt. „Þýðandinn var ekki góður og lögreglumaðurinn reyndi að tala dönsku, sem hjálpaði ekki,“ sagði Poul, sem vill einnig meina að lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hann hafi minnst á hass, kókaín og heróín af fyrra bragði. Rétt er að geta þess að rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókninni og bar einnig vitni fyrir dómi sagði ekki rétt að lögreglumaðurinn hafi minnst á efnin af fyrra bragði. Erfitt að fá þýðanda Umræddur rannsóknarlögreglumaður var spurður af Axel Kára Vignissyni, verjanda Henry Fleischer, hvers vegna umbjóðandi hans hafi ekki verið yfirheyrður á grænlensku, líkt og hann hafi beðið um. Henry væri ekki góður í dönsku og kynni ekki önnur tungumál. Lögreglumaðurinn sagði ástæðuna einfalda, að erfitt hafi verið að fá túlk sem kynni grænlensku. Hann segir að lögreglan hafi hringt í grænlensku ræðisskrifstofuna og fengið númer hjá einum túlk. Sá hafi hins vegar verið erlendis fyrst um sinn, og síðan þegar hann kom til landsins ekki viljað sinna verkefninu. Jafnframt tók rannsóknarlögreglumaðurinn fram að fleiri leiða hafi verið leitað en ekkert gengið. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Sagði spurningu almenna kveðju í Danmörku Þýðingar og túlkun virtust minna mál hjá Jonazi Rud Vodder, þriðja sakborningnum, en þó kom upp atvik þar sem tungumálið var til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku til mannsins sem hann vill meina að hafi fengið hann til að sinna verkefninu. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. „Þið hljómið eins og vélmenni“ Tungumálavandræði var ekki það eina sem hrjáði héraðsdóm á þriðjudag. Tæknivandræði komu einnig til sögunnar. Tvö vitni sem voru kölluð fyrir dóm voru stödd á Grænlandi. Því þurfti að hringja í viðkomandi aðila. Fyrri einstaklingurinn gaf vitni í gegnum fjarfundarbúnað, en það tók á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur að koma fundinum af stað. Seinni einstaklingurinn gaf vitni með símtali. Þar mætti segja að tækni og tungumálavandinn hafi blandast saman vegna þess að vitnið heyrði lítið sem ekkert í dómsalnum. „Ég skil ekki neitt,“ sagði vitnið. „Þið hljómið eins og vélmenni þegar þið talið.“ Til allrar hamingju var hægt að ná í vitnið með því að hringja í annað símanúmer. Þá gekk talsvert betur að hlýða á framburðinn. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Íslensk tunga Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Tungumál hafa spilað stóran hluta í skútumálinu en aðalmeðferð málsins hófst á þriðjudag og líkur með málflutningi lögmanna í dag. Sakborningar málsins eru þrír og tala annars vegar dönsku og hins vegar grænlensku. Þar af leiðandi voru þrír túlkar til starfa í héraðsdómi í vikunni, einn fyrir hvern sakborning. Fyrsta vitnaleiðsla málsins, yfir einum sakborninga, tók um það bil tvær klukkustundir. Framburður hinna tveggja tóku hvor um sig um klukkustund. Poul Frederik Olsen, 54 ára, og Henry Fleischer, 34 ára, sigldu skútu sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Danska lögreglunnar ekki til hjálpar Atriði er varða tungumál, og því um líkt, komu í nokkur skipti fram í vitnaleiðslum í málinu. Poul, fyrsti sakborningurinn sem sagði sína hlið fyrir dómnum, setti út á túlk og vinnubrögð lögreglu í framburði sínum. Haft var eftir Poul, sem neitar sök, í lögregluskýrslu að hann hafi grunað að fíkniefni væru um borð í skútunni. Þar hafi hann minnst á hass, kókaín eða heróín. Poul vill meina að þetta hafi verið illa þýtt. „Þýðandinn var ekki góður og lögreglumaðurinn reyndi að tala dönsku, sem hjálpaði ekki,“ sagði Poul, sem vill einnig meina að lögreglumaðurinn sem yfirheyrði hann hafi minnst á hass, kókaín og heróín af fyrra bragði. Rétt er að geta þess að rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókninni og bar einnig vitni fyrir dómi sagði ekki rétt að lögreglumaðurinn hafi minnst á efnin af fyrra bragði. Erfitt að fá þýðanda Umræddur rannsóknarlögreglumaður var spurður af Axel Kára Vignissyni, verjanda Henry Fleischer, hvers vegna umbjóðandi hans hafi ekki verið yfirheyrður á grænlensku, líkt og hann hafi beðið um. Henry væri ekki góður í dönsku og kynni ekki önnur tungumál. Lögreglumaðurinn sagði ástæðuna einfalda, að erfitt hafi verið að fá túlk sem kynni grænlensku. Hann segir að lögreglan hafi hringt í grænlensku ræðisskrifstofuna og fengið númer hjá einum túlk. Sá hafi hins vegar verið erlendis fyrst um sinn, og síðan þegar hann kom til landsins ekki viljað sinna verkefninu. Jafnframt tók rannsóknarlögreglumaðurinn fram að fleiri leiða hafi verið leitað en ekkert gengið. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Sagði spurningu almenna kveðju í Danmörku Þýðingar og túlkun virtust minna mál hjá Jonazi Rud Vodder, þriðja sakborningnum, en þó kom upp atvik þar sem tungumálið var til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku til mannsins sem hann vill meina að hafi fengið hann til að sinna verkefninu. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. „Þið hljómið eins og vélmenni“ Tungumálavandræði var ekki það eina sem hrjáði héraðsdóm á þriðjudag. Tæknivandræði komu einnig til sögunnar. Tvö vitni sem voru kölluð fyrir dóm voru stödd á Grænlandi. Því þurfti að hringja í viðkomandi aðila. Fyrri einstaklingurinn gaf vitni í gegnum fjarfundarbúnað, en það tók á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur að koma fundinum af stað. Seinni einstaklingurinn gaf vitni með símtali. Þar mætti segja að tækni og tungumálavandinn hafi blandast saman vegna þess að vitnið heyrði lítið sem ekkert í dómsalnum. „Ég skil ekki neitt,“ sagði vitnið. „Þið hljómið eins og vélmenni þegar þið talið.“ Til allrar hamingju var hægt að ná í vitnið með því að hringja í annað símanúmer. Þá gekk talsvert betur að hlýða á framburðinn.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Íslensk tunga Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira