Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 13:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030. Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín. Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín.
Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira