Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 16:00 Njarðvíkingurinn Mario Matasovic treður boltanum í körfuna í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn