Benedikt um Milka í kvöld: Hann er undirbúinn fyrir hvað sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 14:30 Dominykas Milka skorar fyrir Keflavík á móti Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tekur á móti Keflavík í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld en þetta er fyrsti Reykjanesbæjarslagurinn í vetur og í fyrsta sinn sem gamli Keflvíkingurinn Dominykas Milka spilar með nágrönnunum á móti sínu gamla liði. „Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira