Heimsmeistarinn kennir hóstasafti sonarins um fall sitt á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 09:01 Papu Gomez varð heimsmeistari með Argentínu eftir að lyfjaprófið var tekið. Getty/Eric Verhoeven Papu Gomez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrra en innan við ári síðar er hann á leiðinni í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira