Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 20:00 Rúi og Stúi standa sig frábærlega á sviðinu í Aratungu eins og allir aðrir leikarar verksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“