Ráðist á átta ára dreng á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 14:21 Málið er komið á borð lögreglu. Vísir Ráðist var á átta ára dreng við róluvöll á Selfossi í gær. Málið er komið á borð lögreglu. Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira