Rauð spjöld og dramatík á lokamínútunum í leikjum dagsins í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 16:06 Hwang Hee-Chan lét reka mann af velli og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Wolves Það var þéttur leikdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikir fóru fram núna síðdegis. Newcastle gekk auðveldlega frá Palace, Wolves vann hádramatískan sigur gegn Bournemouth með marki á lokamínútunum, Chris Wood tryggði Forest sigur og Brentford unnu gegn tíu Burnley mönnum. Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1 Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31
Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30