Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 12:06 Sara Lind Guðbergsdóttir er forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira