Sádarnir hafa augastað á HM kvenna árið 2035 Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2023 22:12 Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar eftir mótið sem var haldið í sumar Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034. Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana. Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Monika Staab, íþróttastjóri knattspyrnusambands kvenna í Sádí-Arabíu, flutti erindi á ráðstefnu fyrir forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar (e. Leaders in Sport) sem fór fram í London þessa vikuna. Þar sagðist hún sjá bjarta framtíð fyrir kvennaknattspyrnu í Sádí-Arabíu og staðfesti að plön lægju á teikniborðunum um að halda HM tvö ár í röð, fyrst í karlaflokki árið 2034 og svo ári síðar í kvennaflokki. Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Sádí-Arabía hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir íþróttaþvott (e. sportswashing) í þeim tilgangi að kæfa neikvæða umræðu um mannréttindabrot, stöðu kvenna og andúð gagnvart samkynhneigðum. Ferðaskrifstofa Sádí-Arabíu, Visit Saudi, átti að vera styrktaraðili Heimsmeistaramótsins sem fór fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu í sumar, en FIFA ákvað að koma í veg fyrir þær áætlanir eftir mótmæli frá bæði gestgjafaþjóðunum og leikmönnum, sem margar hverjar hafa opinberað samkynhneigð sína og talað fyrir málstað LGBTQ+ samfélagsins. Þrátt fyrir einhverjar umbætur í stjórnartíð krónprinsins Mohammed bin Salman, sem aflétti til dæmis banni kvenna við akstur, eiga Sádarnir enn langt í land á mörgum sviðum. Dauðarefsing er enn við gildi fyrir samkynja hjónabönd og aktívistar í baráttunni um kvenréttindi hafa verið handteknir. Í ávarpi sínu ræddi Monika Staab einnig um stöðu kvennalandsliðs Sádí-Arabíu sem var stofnað árið 2022 en hefur ekki enn leikið keppnisleik. Hún sagði það tímafrekt verkefni en liðið væri að undirbúa sig fyrir keppni á hæsta stigi. Næstkomandi maí 2024 verður tilkynnt um mótshaldara ársins 2027. Holland/Þýskaland/Frakkland, Brasilía, Bandaríkin/Mexíkó, og S-Afríka hafa öll lagt fram beiðni. Enska knattspyrnusambandið hefur áður lýst yfir áhuga að halda mótið árið 2031, en fari það svo að mótið verði haldið innan Evrópuálfunnar árið 2027 þurfa þeir að fresta beiðni sinni til ársins 2035 og fara í samkeppni við Sádana.
Sádiarabíski boltinn Sádi-Arabía HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira