Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. október 2023 23:40 Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sögðu bæði á Hringborði norðurslóða í dag að stríðsátök gætu haft neikvæð áhrif á framfarir í loftslagsmálum. Vísir Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01