„Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira” Íris Hauksdóttir skrifar 19. október 2023 17:07 (F.v) Heiða Agnarsdóttir Ólafía Skarphéðinsdóttir María Árnadóttir Matthildur Leifsdóttir Kristín Ásta Halldórsdóttir Birna Bjarnadóttir Ragnheiður Þorgrímsdóttir Spessi „Við viljum vera mótvægi við offramleiðslu á skóm og fatnaði og leggja áherslu á gæði. Það er allt önnur upplifun af því að panta vöru í sófanum heima í gegnum skjá, en að koma í verslun, fá persónulega þjónustu og handleika vöruna sem þú hefur áhuga á,” segir Matthildur Leifsdóttir stofnandi verslunarinnar 38 þrep sem fagnar í dag 30 ára afmæli, en verslunin hefur frá upphafi verið rekin á Laugavegi. Matthildur er alin upp í Ólafsvík en sótti háskólanám í Flórens á Ítalíu þar sem hún bjó um árabil og lærði að meta ítalskt handverk af ýmsu tagi. Matthildur segist ávallt hafa sótt í tengingu við sköpun og borið ómælda virðingu fyrir þeim sem búa til verðmæti. Hún vilji þess vegna leggja áherslu á að virða störf þeirra sem koma að framleiðslu varanna sem hún selur. „Við þurfum að huga að framleiðsluferlinu á fatnaðinum sem við kaupum. Ef við tökum dæmi um gallabuxur, þá gleymum við oft að það þarf að rækta bómulinn, vökva akurinn, uppskera, vefa efnið, sníða, klippa, sauma, pakka, flytja á milli landa og selja. Ef þú borgar einungis örfá þúsund fyrir buxurnar er ljóst að einhvers staðar er skekkja.” 30 ár á sömu kennitölu Ofneysla er Matthildi ofarlega í huga og hún leggur áherslu á að fatnaður og skór eigi sér framhaldslíf. Hún fagnar loppuverslununum þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað og telur þess vegna að gæðavörur eigi mikla framtíð fyrir sér. „Ég fagna því að fólk sé að vakna upp og þetta hagkerfi sem selur notað er æðislegt. Fólk áttar sig líka betur á að handverk kostar. Keyptu frekar eitt vandað par af skóm einu sinni á ári. Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira. Það er mannfólkinu eðlilegt að skreyta sig, skapa sinn eigin stíl og það getur fólk svo sannarlega gert með bæði nýjar og notaðar vörur.“ Í dag verður afmælishátíð í húsnæði 38 þrepa á Laugavegi 49, steinhúsinu sem kallað er Ljónið. „Við fögnum í dag og bjóðum alla velkomna til okkar. Það verða léttar veitingar, plötusnúður og í tilefni afmælisins erum við líka afar stoltar að kynna nýtt gjafavörumerki, Santa Maria Novella, frá fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í Flórens frá árinu 1221 og rekur upphaf sitt til munkaklausturs.“ Aðspurð að því hver lykillinn sé við það að halda sjó í allan þennan tíma á sömu kennitölu, með sama starfsfólki og jafnvel með sömu innréttingu segir Matthildur að það geri maður ekki einn. „Stoltust er ég af starfsfólki mínu sem hefur fylgt mér alla tíð og viðskiptavinunum sem hafa verið bæði skemmtilegir og gefandi. Það sem er líka áhugavert er að uppkomin börn viðskiptavinanna eru að koma inn sem næsta kynslóð viðskiptavina. Það gefur okkur alveg ótrúlega mikið og segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt.” Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Matthildur er alin upp í Ólafsvík en sótti háskólanám í Flórens á Ítalíu þar sem hún bjó um árabil og lærði að meta ítalskt handverk af ýmsu tagi. Matthildur segist ávallt hafa sótt í tengingu við sköpun og borið ómælda virðingu fyrir þeim sem búa til verðmæti. Hún vilji þess vegna leggja áherslu á að virða störf þeirra sem koma að framleiðslu varanna sem hún selur. „Við þurfum að huga að framleiðsluferlinu á fatnaðinum sem við kaupum. Ef við tökum dæmi um gallabuxur, þá gleymum við oft að það þarf að rækta bómulinn, vökva akurinn, uppskera, vefa efnið, sníða, klippa, sauma, pakka, flytja á milli landa og selja. Ef þú borgar einungis örfá þúsund fyrir buxurnar er ljóst að einhvers staðar er skekkja.” 30 ár á sömu kennitölu Ofneysla er Matthildi ofarlega í huga og hún leggur áherslu á að fatnaður og skór eigi sér framhaldslíf. Hún fagnar loppuverslununum þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað og telur þess vegna að gæðavörur eigi mikla framtíð fyrir sér. „Ég fagna því að fólk sé að vakna upp og þetta hagkerfi sem selur notað er æðislegt. Fólk áttar sig líka betur á að handverk kostar. Keyptu frekar eitt vandað par af skóm einu sinni á ári. Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira. Það er mannfólkinu eðlilegt að skreyta sig, skapa sinn eigin stíl og það getur fólk svo sannarlega gert með bæði nýjar og notaðar vörur.“ Í dag verður afmælishátíð í húsnæði 38 þrepa á Laugavegi 49, steinhúsinu sem kallað er Ljónið. „Við fögnum í dag og bjóðum alla velkomna til okkar. Það verða léttar veitingar, plötusnúður og í tilefni afmælisins erum við líka afar stoltar að kynna nýtt gjafavörumerki, Santa Maria Novella, frá fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í Flórens frá árinu 1221 og rekur upphaf sitt til munkaklausturs.“ Aðspurð að því hver lykillinn sé við það að halda sjó í allan þennan tíma á sömu kennitölu, með sama starfsfólki og jafnvel með sömu innréttingu segir Matthildur að það geri maður ekki einn. „Stoltust er ég af starfsfólki mínu sem hefur fylgt mér alla tíð og viðskiptavinunum sem hafa verið bæði skemmtilegir og gefandi. Það sem er líka áhugavert er að uppkomin börn viðskiptavinanna eru að koma inn sem næsta kynslóð viðskiptavina. Það gefur okkur alveg ótrúlega mikið og segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt.”
Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira