Remy Martin þarf að standa undir nafni í fyrsta leiknum sínum í Sláturhúsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 15:00 Remy Martin er búinn að spila tvo leiki og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir frammistöðuna. Hvað gerir hann í kvöld. S2 Sport Keflvíkingar fá loksins heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir taka á móti deildar- og bikarmeisturum Valsmanna. Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það.
Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira