„Rúmir 140 milljarðar frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 13:35 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Síðasta sumar var næstfjölmennasta ferðamannasumarið frá því að mælingar hófust samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mörg jákvæð teikn á lofti líkt og dreifing ferðamanna yfir árið auk þess sem verðmætin séu meiri á hvern ferðamann. Áskoranir séu þó enn vissulega til staðar. Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira