Ætlar að losa handbremsuna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 07:31 Frá blaðamannafundi HSÍ í Laugardalnum í gær. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira