Ætlar að losa handbremsuna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 07:31 Frá blaðamannafundi HSÍ í Laugardalnum í gær. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Framundan eru tveir vináttuleikir gegn Færeyingum hér á landi 3. og 4. nóvember. Í vikunni á undan verður landsliðshópurinn hér á landi við æfingar, fyrstu landsliðsæfingar Snorra Steins sem landsliðsþjálfara. „Ég vil bara sjá frammistöðu og að menn taki þessu alvarlega og að menn nálgist þetta ekkert eins og einhverja æfingarleiki. Þetta er bara vika sem við höfum saman hérna, síðasta vikan sem við höfum þar til við komum saman fyrir stórmót. Ég vil því að menn mæti einbeittir og grimmir í þetta verkefni,“ segir Snorri Steinn landsliðsþjálfari eftir blaðamannafund HSÍ í hádeginu í dag. Hann segir að liðið muni að vissu leyti spila öðruvísi handbolta en síðustu ár. „Það væri í raun ákveðin vonbrigði fyrir mig sem þjálfara ef það yrðu engar breytingar á liðinu. En þetta er aldrei svart og hvítt og þú verður einhvers staðar að rýna í þetta til að sjá mun. Ég ætla því að breyta einhverju en ég tek samt við góðu liði á góðum stað. Þarna er kjarni sem er búinn að myndast fyrir einhverju síðan en það verður mitt að hreyfa við hlutunum og losa um einhverja handbremsu sem mér finnst hafi verið á liðinu.“ Snorri segir að staðan á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sé góð og hann búist við því að leikstjórnandinn byrji að spila með Magdeburg í desember. Gísli fór úr axlarlið í leik í Meistaradeildinni í vor og fór í aðgerð í sumar. „Hann er einn besti handboltamaðurinn í heiminum og ef ekki besti sóknarmaður heims. Það segir sig sjálft að þú vilt hafa mann eins og hann í þínu liði. Hann hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk fyrir landsliðið en það er líka alveg ágætt fyrir okkur að vera án hans í þessu verkefni. Þú ert fljótur að verða háður svona leikmanni,“ sagði Snorri. „Staðan á honum er góð en auðvitað getur allskonar gerst í svona endurhæfingu. Ef þróunin hjá honum verður eins og hún hefur verið reiknar hann með að spila með Magdeburg í desember og ef hann gerir það, þá þýðir það að hann er klár með okkur í janúar.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira