Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 17:54 Íbúar á Borgarfirði eystri hafa neyðst til að sjóða neysluvatn sitt vegna saurmengunar sem hefur mælst í vatninu undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum. Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kólígerlum við reglubundið eftirlit þann 26. september en niðurstaða mælinganna barst 2. október. Síðan þá hafa Borgfirðingar neyðst til að sjóða neysluvatn sitt. „Það mældist kólímengun við reglubundið eftirlit og það hafa verið aðgerðir síðan til að reyna að losna við þetta,“ sagði Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, í samtali við Vísi. Lára Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Haust, Heilbrigðisstofnunar Austurlands.Haust „Það eru tekin sýni úr dreifikerfinu en það er náttúrulega búið að taka ógrynni af sýnum síðan þessi mengun kom upp, bæði í vatnsbólinu og lindunum og víðar, til að reyna að finna upptökin,“ sagði hún. Eruð þið einhverju nær? „Nei, en stundum er þetta bara þannig. Maður finnur ekkert hvað veldur þessu. Og stundum koma tímabil þar sem það kemur mengun og svo hverfur hún og sést ekki í fjölda ára á eftir. Þetta er ótrúlega merkilegt. Við erum ekkert voða áhyggjufull, það er verið að reyna að hreinsa kerfið.“ Hvað er verið að gera til að bregðast við þessu? „Það er búið að setja klór í brunna og skola út úr kerfinu. Það er búið að gera þetta í tvígang núna. Þannig við erum að vona að sýnatökur eftir helgi komi vel út,“ sagði Lára. Ekki óvanalegt að vatn sé mengað af saurgerlum Að sögn Láru er það nokkuð algengt að saurgerlar mælist í neysluvatni þó það hafi reyndar ekki sést áður á Borgarfirði eystri. Er þetta algengt að svona gerist? „Þetta er algengara en fólk heldur. Þetta kemur alltaf reglulega upp, jafnvel í þéttbýli,“ sagði Lára. En kannski ekki algengt að það sé svona lengi? „Jú jú, það tekur alltaf smá tíma að losa þetta úr kerfinu. Þetta er ekkert óvanalegt en við höfum reyndar ekki séð þetta á Borgarfirði eystri áður,“ sagði Lára. Kólígerlar eru saurgerlar er það ekki? „Jú, þetta er úr saur, þaðan er uppruninn á þessum gerlum. Ekkert voðalega geðslegt. Það eru tilmæli um að um leið og það mælast kólígerlar í vatni að það eigi að sjóða það. En ég myndi halda að allt vel frískt fólk verði ekkert veikt af þessu samt,“ sagði hún að lokum.
Heilbrigðisstofnun Austurlands Umhverfismál Vatn Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira