„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 16:41 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins í rútunni á leið til fundar stjórnarflokkanna á Þingvöllum. Ekkert hefur spurst hver lendingin verður en að sögn Jóhanns Páls ríkir nú stjórnarkreppa í landinu. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira