Vildi klæðast ruslinu sínu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. október 2023 07:49 Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Nýr tilgangur í stað þess að enda í landfyllingu „Ég nota óhefðbundinn efnivið og er til dæmis núna að vefa með rafmagnssnúrum. Ég hef mikið verið að vinna með óhefðbundin efni í textílgerð.“ Rebekka tók þátt í samsýningu fyrir tveimur árum á vegum iðn- og vöruhönnuða í Ásmundarsal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar listsköpun. „Sýningin snerist um að finna hversdagslega hluti sem voru kannski dottnir úr sínu notagildi og finna nýjan tilgang fyrir þá. Fyrsta sem mér datt í hug voru rafmagnssnúrurnar þannig að mig langaði að finna leið til þess að búa til eitthvað nýtt og koma þeim aftur inn á heimilið. Rafmagnssnúrur eiga ótrúlega stutt líf, bara nokkur ár og svo eru þær ónýtar. Og það er ekki hægt að endurvinna þær, þær eru gerðar úr svo mörgum mismunandi efnum þannig að þetta endar alltaf í landfyllingu. Mig langaði að finna þeim einhverja hringrás og ég skapaði til dæmis lampa, ljósakrónur, diskamottur, stóla, flíkur og alls konar úr rafmagnssnúrum.“ Rebekka Ashley vefar með snúrum. Vísir/Vilhelm „Ég vil geta klæðst ruslinu mínu“ Hún segir að í dag sé mikilvægt að hönnuðir hugsi í lausnum og séu með vistvæna hugsjón. „Maður getur ekki verið að búa endalaust til og skapa meira dót inn í heiminn sem mun síðan örugglega enda í ruslinu. Þannig að maður þarf að finna sniðugar lausnir og leiðir til að dansa í kringum það, búa til eitthvað nýtt úr gömlu.“ Eins og áður segir er Rebekka dugleg að skapa fjölbreytta hluti úr rafmagnssnúrum og má þar til dæmis nefna þungt og framúrstefnulegt vesti. „Það var maður úti í Danmörku sem hafði samband við mig. Hann hafði safnað rafmagnssnúrum allt sitt líf, sá það sem ég var búin að vera að gera og bað mig um að gera vesti úr snúrunum. Hann vildi semsagt klæðast sínu rusli. Vestið er mjög þungt en það er þó hægt að klæðast því og hans sýn var bara: Ég vil geta klæðst ruslinu mínu.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira