Viðar Örn: Buðum hættunni heim Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:19 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta. „Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“ Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
„Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02