Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2023 16:07 Bíllinn var rækilega fastur og í raun frosinn niður, að sögn Pálmars formanns björgunarsveitarinnar Stjörnunnar. Landsbjörg Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt. Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18
Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42