Þá fjöllum við áfram um ástandið í Ísrael og á Gasa-ströndinni en þar virðist stefna í allsherjarinnrás ísraelska hersins inn á Gasa.
Einnig heyrum við í umhverfisráðherra sem segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum fyrir árið 2030 geti þeir neyðst til að kaupa loftlagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári.
Að auki fjöllum við óveðrið sem gengið hefur yfir landið en björgunarsveitirnar höfðu í nægu að snúast vegna þess um allt land.
Og í íþróttapakka dagsins verður hitað upp fyrir landsleik Íslands og Lúxemborgar sem fer fram á föstudaginn kemur þar sem Íslendingar eiga harma að hefna.