Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 15:53 Davíð Viðarsson hefur komið fram sem Quang Le undanfarin ár þegar veitingahúsakeðjan Pho-Víetnam hefur verið til umfjöllunar. Hann er eigandi Vy-þrifa. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Vy-þrif urðu vís að geymslu fleiri tonna af matvælum í húsnæði við Sóltún í Reykjavík fyrir tæpum tveimur vikum. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Davíð undanfarna daga en án árangurs. Hann sendi fréttastofu eftirfarandi orðsendingu á fjórða tímanum. Lýsa góðu sambandi við matvælaeftirlitið „Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur mætti í geymsluhúsnæði í kjallara að Sóltúni 20 á dögunum til að taka út aðstæður og í kjölfarið var miklu magni matar fargað. Húsnæðið sem um ræðir er leigt af þrifafyrirtækinu Vy-þrif. Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og munu halda því áfram. Rannsókn matvælaeftirlits heilbrigðisteftirlits Reykjavíkur stendur enn yfir og munu forsvarsmenn Vy-þrifa ekki tjá sig um málið á meðan á rannsókn stendur.“ Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir í tölvupósti til fréttastofu að ekki hafi verið starfsleyfi fyrir geymslu matvæla. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt og aðstæður óheilnæmar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikið magn rottuskíts á gólfinu þegar starfsmenn eftirlitsins bar að garði. Engar kvartanir borist um veikindi Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kunni að þeim hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Ekki hafi verið hægt að staðfesta í eftirliti að svo hafi verið. Þá hafi ekki borist neinar kvartanir um veikindi sem hægt sé að tengja við þessi matvæli. „Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist ekki að öðrum hlutum í húsnæðinu en matvælum. Á þessu stigi máls er ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn muni ljúka. Þetta mál er enn í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og meðan svo er getur heilbrigðiseftirlitið ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu né tjáð sig um atriði sem hafa komið fram í fjölmiðlum nýlega.“ Matvælaframleiðsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Vy-þrif urðu vís að geymslu fleiri tonna af matvælum í húsnæði við Sóltún í Reykjavík fyrir tæpum tveimur vikum. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Davíð undanfarna daga en án árangurs. Hann sendi fréttastofu eftirfarandi orðsendingu á fjórða tímanum. Lýsa góðu sambandi við matvælaeftirlitið „Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur mætti í geymsluhúsnæði í kjallara að Sóltúni 20 á dögunum til að taka út aðstæður og í kjölfarið var miklu magni matar fargað. Húsnæðið sem um ræðir er leigt af þrifafyrirtækinu Vy-þrif. Vy-þrif hafa verið í góðu sambandi við matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og munu halda því áfram. Rannsókn matvælaeftirlits heilbrigðisteftirlits Reykjavíkur stendur enn yfir og munu forsvarsmenn Vy-þrifa ekki tjá sig um málið á meðan á rannsókn stendur.“ Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir í tölvupósti til fréttastofu að ekki hafi verið starfsleyfi fyrir geymslu matvæla. Húsnæðið hafi ekki verið meindýrahelt og aðstæður óheilnæmar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikið magn rottuskíts á gólfinu þegar starfsmenn eftirlitsins bar að garði. Engar kvartanir borist um veikindi Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist meðal annars að uppruna matvælanna og hvort að vera kunni að þeim hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Ekki hafi verið hægt að staðfesta í eftirliti að svo hafi verið. Þá hafi ekki borist neinar kvartanir um veikindi sem hægt sé að tengja við þessi matvæli. „Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins beinist ekki að öðrum hlutum í húsnæðinu en matvælum. Á þessu stigi máls er ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn muni ljúka. Þetta mál er enn í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og meðan svo er getur heilbrigðiseftirlitið ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu né tjáð sig um atriði sem hafa komið fram í fjölmiðlum nýlega.“
Matvælaframleiðsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35
Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25