Orðnir vinir aftur eftir árás vegna fyrrverandi kærustu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 13:27 Árásin átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn blóðugur í andliti og vankaður. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart öðrum manni, vini sínum til margra ára sem hafði byrjað með fyrrverandi kærustu árásarmannsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira