Bjarni ekki hæfur til að samþykkja sölu Íslandsbanka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 10:02 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur áður sagt að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka. Vísir Umboðsmaður Alþingis telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki hafa verið hæfan þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í áliti hans 5. október 2023, sem birt er á vef umboðsmanns. Eins og fram hefur komið hefur Bjarni boðað til blaðamannafundar vegna málsins. Hann hefst klukkan 10:30 og er hægt að fylgjast með honum í beinni á Vísi. „Að mati umboðsmanns getur það ekki haggað niðurstöðunni þótt ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga í efa staðhæfingu ráðherra um að honum hafi á þeim tíma verið ókunnugt um þátttöku félagsins,“ segir meðal annars í áliti umboðsmanns. Þar segir ennfremur að þá geti það heldur ekki ráðið úrslitum þótt hætta á því að ómálefnaleg sjónarmið hefðu áhrif á afstöðu ráðherra væri minni en ella sökum þess hvernig sölumeðferðinni var háttað, þáttur félagsins í heildarsölunni óverulegur og ganga verði út frá því að það hafi setið við sama borð og sambærilegir bjóðendur þegar Bankasýslan tók afstöðu til einstakra tilboða. Ekki forsendur til að leggja mat á staðhæfingu Bjarna Umboðsmaður segist ekki telja sig hafa forsendur til að leggja mat á þá staðhæfingu ráðherra að óraunhæft hefði verið að skoða tengsl hans við einstaka bjóðendur með hliðsjón af því hvernig sölunni var fyrir komið. „Í því sambandi bendir hann hins vegar á mikilvægi þess að undirbúningi mála sé hagað þannig að framkvæmd þeirra samrýmist lögum. Telji stjórnvöld rök standa til þess að haga beri meðferð máls á þann hátt að reglur um sérstakt hæfi eigi ekki við um tiltekin atriði beri að leita viðeigandi leiða í því sambandi.“ Ráðherra geti til að mynda lagt fram frumvarp til lagabreytinga í þessu skyni og sé það þá Alþingis að meta hvort tilteknar aðstæður réttlæti að tilteknir eða allir þættir málsmeðferðar séu undanskildir reglum um sérstakt hæfi. Stjórnsýsla ráðherra hafi ekki verið nægilega góð Umboðsmaður segist telja að það hefði verið í betra samræmi við upplýsingalög og vandaða stjórnsýsluhætti að afstaða til þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við sölunni hefði komið fram í skriflegum gögnum við undirbúning málsins. Þannig hefði meðal annars Alþingi gefist kostur á að gera athugasemdir við þetta atriði. „Annmarkar að þessu leyti hafi skapað hættu á að ákvörðun ráðherra um að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna samrýmdist ekki reglum um sérstakt hæfi og þá með þeim afleiðingum að grafið væri undan trausti almennings á þessari ráðstöfun ríkisins.“ Vísar umboðsmaður í því tilliti til almenns tilgangs hæfisreglna og þeirra markmiða sem Alþingi hefur sérstaklega stefnt að með löggjöf á þessu sviði. „Það er álit umboðsmanns að stjórnsýsla ráðherra við undirbúning sölumeðferðarinnar hafi ekki verið í nægilega góðu samræmi við stjórnunar- og eftirlitsskyldu hans gagnvart Bankasýslu ríkisins með tilliti til þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við. Í þessu sambandi tekur umboðsmaður fram að þáttur Bankasýslunnar, sem annaðist undirbúning sölunnar, hafi ekki verið til sjálfstæðrar skoðunar.“ Álitið verði haft við huga Umboðsmaður vísar þá til þess að ráðherra hafi upplýst að unnið sé að nýju regluverki um ráðstöfun ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og í þeirri vinnu sé meðal annars til skoðunar hvernig aðkomu ráðherra verði best háttað við ráðstöfun á borð við þá sem hér um ræðir og þá að fenginni reynslu og þeim lærdómi sem dreginn verði af henni. „Umboðsmaður mælist til þess að ráðherra hafi álitið í huga við þessa endurskoðun sem og frekari sölu hluta í fjármálafyrirtækjum. Þá er áréttað að með umfjöllun sinni hafi umboðsmaður ekki tekið afstöðu til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga þeirra lagalegu annmarka sem um er fjallað.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í áliti hans 5. október 2023, sem birt er á vef umboðsmanns. Eins og fram hefur komið hefur Bjarni boðað til blaðamannafundar vegna málsins. Hann hefst klukkan 10:30 og er hægt að fylgjast með honum í beinni á Vísi. „Að mati umboðsmanns getur það ekki haggað niðurstöðunni þótt ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga í efa staðhæfingu ráðherra um að honum hafi á þeim tíma verið ókunnugt um þátttöku félagsins,“ segir meðal annars í áliti umboðsmanns. Þar segir ennfremur að þá geti það heldur ekki ráðið úrslitum þótt hætta á því að ómálefnaleg sjónarmið hefðu áhrif á afstöðu ráðherra væri minni en ella sökum þess hvernig sölumeðferðinni var háttað, þáttur félagsins í heildarsölunni óverulegur og ganga verði út frá því að það hafi setið við sama borð og sambærilegir bjóðendur þegar Bankasýslan tók afstöðu til einstakra tilboða. Ekki forsendur til að leggja mat á staðhæfingu Bjarna Umboðsmaður segist ekki telja sig hafa forsendur til að leggja mat á þá staðhæfingu ráðherra að óraunhæft hefði verið að skoða tengsl hans við einstaka bjóðendur með hliðsjón af því hvernig sölunni var fyrir komið. „Í því sambandi bendir hann hins vegar á mikilvægi þess að undirbúningi mála sé hagað þannig að framkvæmd þeirra samrýmist lögum. Telji stjórnvöld rök standa til þess að haga beri meðferð máls á þann hátt að reglur um sérstakt hæfi eigi ekki við um tiltekin atriði beri að leita viðeigandi leiða í því sambandi.“ Ráðherra geti til að mynda lagt fram frumvarp til lagabreytinga í þessu skyni og sé það þá Alþingis að meta hvort tilteknar aðstæður réttlæti að tilteknir eða allir þættir málsmeðferðar séu undanskildir reglum um sérstakt hæfi. Stjórnsýsla ráðherra hafi ekki verið nægilega góð Umboðsmaður segist telja að það hefði verið í betra samræmi við upplýsingalög og vandaða stjórnsýsluhætti að afstaða til þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við sölunni hefði komið fram í skriflegum gögnum við undirbúning málsins. Þannig hefði meðal annars Alþingi gefist kostur á að gera athugasemdir við þetta atriði. „Annmarkar að þessu leyti hafi skapað hættu á að ákvörðun ráðherra um að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna samrýmdist ekki reglum um sérstakt hæfi og þá með þeim afleiðingum að grafið væri undan trausti almennings á þessari ráðstöfun ríkisins.“ Vísar umboðsmaður í því tilliti til almenns tilgangs hæfisreglna og þeirra markmiða sem Alþingi hefur sérstaklega stefnt að með löggjöf á þessu sviði. „Það er álit umboðsmanns að stjórnsýsla ráðherra við undirbúning sölumeðferðarinnar hafi ekki verið í nægilega góðu samræmi við stjórnunar- og eftirlitsskyldu hans gagnvart Bankasýslu ríkisins með tilliti til þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við. Í þessu sambandi tekur umboðsmaður fram að þáttur Bankasýslunnar, sem annaðist undirbúning sölunnar, hafi ekki verið til sjálfstæðrar skoðunar.“ Álitið verði haft við huga Umboðsmaður vísar þá til þess að ráðherra hafi upplýst að unnið sé að nýju regluverki um ráðstöfun ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og í þeirri vinnu sé meðal annars til skoðunar hvernig aðkomu ráðherra verði best háttað við ráðstöfun á borð við þá sem hér um ræðir og þá að fenginni reynslu og þeim lærdómi sem dreginn verði af henni. „Umboðsmaður mælist til þess að ráðherra hafi álitið í huga við þessa endurskoðun sem og frekari sölu hluta í fjármálafyrirtækjum. Þá er áréttað að með umfjöllun sinni hafi umboðsmaður ekki tekið afstöðu til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga þeirra lagalegu annmarka sem um er fjallað.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31