Telur að Man United nái ekki topp fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:31 Gary Neville spilaði með Man United allan sinn feril. Alex Livesey/Getty Images Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að hans gamla félag verði ekki meðal fimm efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar þegar henni lýkur næsta vor. Man United lagði Brentford með tveimur mörkum gegn einu á einkar dramatískan hátt um liðna helgi. Man Utd var marki undir þegar venjulegur leiktími var liðinn en Skotinn Scott McTominay skoraði tvívegis í uppbótartíma og tryggði sínum mönnum óverðskuldaðan sigur. Man United hefur hins vegar byrjað tímabilið skelfilega og er með aðeins 12 stig að loknum 8 umferðum á Englandi. Þá hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu og er alls óvíst að liðið komist upp úr riðli sem inniheldur Bayern München, Galatasaray og FC Kaupmannahöfn. Í hlaðvarpi Neville á vegum Sky Sports kemur fram að hann telji engar líkur á að Man United endi meðal efstu fimm liðanna. Hann telur Chelsea betur í stakk búið til að gera atlögu að Meistaradeildarsæti. Hann telur Lundúnaliðið hins vegar þurfa bæði miðvörð og framherja. Gary Neville doesn't believe Manchester United will finish in the top five of the Premier League this season pic.twitter.com/pz2d5xtciy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 9, 2023 Um sitt gamla félag hafði hann þetta að segja: „Þeir eru langt frá því nægilega góðir. Það kemur mér á óvart því fyrir sjö eða átta vikum spáði ég því að þeir myndu enda í þriðja sæti annað árið í röð.“ Hann nefnir að André Onana, markvörður liðsins, hafi engan veginn aðlagast Englandi og það leiði af sér óstöðugleika í öftustu línu. Þá segir Neville að aldurssamsetningin á Chelsea-liðinu sé betri en hjá Man United. Man United mætir Sheffield United í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en nágrannar þeirra og Englandsmeistarar Manchester City mæta á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Man United lagði Brentford með tveimur mörkum gegn einu á einkar dramatískan hátt um liðna helgi. Man Utd var marki undir þegar venjulegur leiktími var liðinn en Skotinn Scott McTominay skoraði tvívegis í uppbótartíma og tryggði sínum mönnum óverðskuldaðan sigur. Man United hefur hins vegar byrjað tímabilið skelfilega og er með aðeins 12 stig að loknum 8 umferðum á Englandi. Þá hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu og er alls óvíst að liðið komist upp úr riðli sem inniheldur Bayern München, Galatasaray og FC Kaupmannahöfn. Í hlaðvarpi Neville á vegum Sky Sports kemur fram að hann telji engar líkur á að Man United endi meðal efstu fimm liðanna. Hann telur Chelsea betur í stakk búið til að gera atlögu að Meistaradeildarsæti. Hann telur Lundúnaliðið hins vegar þurfa bæði miðvörð og framherja. Gary Neville doesn't believe Manchester United will finish in the top five of the Premier League this season pic.twitter.com/pz2d5xtciy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 9, 2023 Um sitt gamla félag hafði hann þetta að segja: „Þeir eru langt frá því nægilega góðir. Það kemur mér á óvart því fyrir sjö eða átta vikum spáði ég því að þeir myndu enda í þriðja sæti annað árið í röð.“ Hann nefnir að André Onana, markvörður liðsins, hafi engan veginn aðlagast Englandi og það leiði af sér óstöðugleika í öftustu línu. Þá segir Neville að aldurssamsetningin á Chelsea-liðinu sé betri en hjá Man United. Man United mætir Sheffield United í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en nágrannar þeirra og Englandsmeistarar Manchester City mæta á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira