„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. október 2023 21:00 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að málið verði skoðað. Samsett mynd Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09