„Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2023 15:31 Hljómsveitin Celebs er meðal þeirra sem koma fram á Hálendishátíðinni. Vísir/Vilhelm „Okkur þykir einstaklega vænt um að vera partur af hátíð sem þessari þar sem okkur er svo innilega annt um umhverfi okkar og þá náttúruperlu sem hálendi okkar Íslendinga er,“ segir hljómsveitin Celebs, sem kemur fram á Hálendishátíðinni á miðvikudagskvöld í Iðnó. Landvernd stendur fyrir þessari hátíð og tónleikaseríu þar sem fjölbreytt tónlistaratriði stíga á stokk en ásamt sveitinni Celebs verða GDRN, Lón og Kári. Benedikt Traustason formaður Landvarðafélags Íslands er ræðumaður kvöldsins og Villi Netó kynnir. „Dýrmætasta sem við eigum“ Blaðamaður ræddi við Suðureyrar systkinin Valgeir Skorra, Hrafnkel og Kötlu sem mynda Celebs. „Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi það í huga að þetta er ekki sjálfgefið, við erum heppin með náttúruna okkar og eigum að koma fram við hana af þeirri virðingu sem hún á skilið. Við eigum að hlúa að henni, ekki ganga um of á hana en þar sem Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni þá er það hægara sagt en gert. Ósnortin náttúran er það dýrmætasta sem við eigum og hvetjum við öll til að leggja þessu góða málefni lið.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús & næs með Celebs: Þau segja tónlistina sannarlega nýtast sér vel við ýmsa hluti, þar á meðal að koma áleiðis þeim málefnum sem skiptir þau máli. „Tónlist getur hjálpað okkur að losa um uppbyggða spennu. Hvort sem hún er þung eða hress, lamandi eða lífgandi þá losar tónlist um orku og getur jafnvel hjálpað okkur að bugast ekki gagnvart öllu því rugli sem er í gangi alla daga, á öllum skölum í kringum okkur. Dómsdagur er í nánd og við viljum veita þeim lið sem eru að berjast gegn þeirri þróun og leyfa okkur að dansa smá.“ Markmiðið að efla kærleikann gagnvart Hálendinu Í fréttatilkynningu segir að með tónleikunum vilji Landvernd og listamennirnir sem fram koma vekja athygli á dásemdum Hálendisins. „Á sama tíma viljum við líka benda á þær ógnir er að því steðja. Markmið tónleikanna er að efla kærleikann gagnvart Hálendinu og gefa því málsvara, en víða er að því sótt þessa dagana. Ágóði af tónleikunum verður notaður til að verja og vernda Hálendi Íslands svo við öll og komandi kynslóðir getum notið dásemda þess.“ GDRN, Kári, Celebs og Lón koma fram í Iðnó.Aðsend Benedikt Traustason, formaður Landvarðarfélags Íslands og ræðumaður kvöldsins, segir hátíðina skipta miklu máli. „Hálendið er og á að vera okkar allra en það er alls ekki sjálfgefið að þannig verði það áfram. Ef við viljum að börnin okkar og börnin þeirra fái að njóta hálendisins þurfa ólíkir hópar, sem þykir öllum vænt um hálendið, að hefja samtal þó svo að þeir séu ekki alltaf sammála um útfærslur.“ Þá segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, að Hálendið sé verðmæti sem ber að varðveita. „Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita.“ Hér má finna nánari upplýsingar um hátíðina. Tónleikar á Íslandi Umhverfismál Tónlist Menning Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Landvernd stendur fyrir þessari hátíð og tónleikaseríu þar sem fjölbreytt tónlistaratriði stíga á stokk en ásamt sveitinni Celebs verða GDRN, Lón og Kári. Benedikt Traustason formaður Landvarðafélags Íslands er ræðumaður kvöldsins og Villi Netó kynnir. „Dýrmætasta sem við eigum“ Blaðamaður ræddi við Suðureyrar systkinin Valgeir Skorra, Hrafnkel og Kötlu sem mynda Celebs. „Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi það í huga að þetta er ekki sjálfgefið, við erum heppin með náttúruna okkar og eigum að koma fram við hana af þeirri virðingu sem hún á skilið. Við eigum að hlúa að henni, ekki ganga um of á hana en þar sem Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni þá er það hægara sagt en gert. Ósnortin náttúran er það dýrmætasta sem við eigum og hvetjum við öll til að leggja þessu góða málefni lið.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús & næs með Celebs: Þau segja tónlistina sannarlega nýtast sér vel við ýmsa hluti, þar á meðal að koma áleiðis þeim málefnum sem skiptir þau máli. „Tónlist getur hjálpað okkur að losa um uppbyggða spennu. Hvort sem hún er þung eða hress, lamandi eða lífgandi þá losar tónlist um orku og getur jafnvel hjálpað okkur að bugast ekki gagnvart öllu því rugli sem er í gangi alla daga, á öllum skölum í kringum okkur. Dómsdagur er í nánd og við viljum veita þeim lið sem eru að berjast gegn þeirri þróun og leyfa okkur að dansa smá.“ Markmiðið að efla kærleikann gagnvart Hálendinu Í fréttatilkynningu segir að með tónleikunum vilji Landvernd og listamennirnir sem fram koma vekja athygli á dásemdum Hálendisins. „Á sama tíma viljum við líka benda á þær ógnir er að því steðja. Markmið tónleikanna er að efla kærleikann gagnvart Hálendinu og gefa því málsvara, en víða er að því sótt þessa dagana. Ágóði af tónleikunum verður notaður til að verja og vernda Hálendi Íslands svo við öll og komandi kynslóðir getum notið dásemda þess.“ GDRN, Kári, Celebs og Lón koma fram í Iðnó.Aðsend Benedikt Traustason, formaður Landvarðarfélags Íslands og ræðumaður kvöldsins, segir hátíðina skipta miklu máli. „Hálendið er og á að vera okkar allra en það er alls ekki sjálfgefið að þannig verði það áfram. Ef við viljum að börnin okkar og börnin þeirra fái að njóta hálendisins þurfa ólíkir hópar, sem þykir öllum vænt um hálendið, að hefja samtal þó svo að þeir séu ekki alltaf sammála um útfærslur.“ Þá segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, að Hálendið sé verðmæti sem ber að varðveita. „Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita.“ Hér má finna nánari upplýsingar um hátíðina.
Tónleikar á Íslandi Umhverfismál Tónlist Menning Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira