„Þetta er búið og sem betur fer unnum við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2023 19:00 Mikel Arteta var eðlilega kampakátur í leikslok. Ryan Pierse/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gat leyft sér að fagna í leikslok er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Machester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. „Ég er vo stoltur. Við fengum þetta augnablik með rétta fólkinu og réttu leikmönnunum. Við vissum að við þyrftum að þjást og við gerðum það. Þú þarft að fá stóra frammistöðu í svona leikjum og mikinn stuðning. Mér líður eins og þetta hafi verið stór sigur,“ sagði Arteta í leikslok. „Við byrjuðum á að fá á okkur horn en svo náðum við smá stjórn á leiknum og í seinni hálfleik byrjuðum við virkilega vel. Við mættum vel til leiks og vorum aggressívir. Skiptingarnar sem við gerðum hjálpuðu líka og gæðin sem við fengum að sjá í markinu voru virkilega góð.“ „City bjó til fullt af vandræðum fyrir okkur og við gerðum það líka við þá. Það er ekki auðvelt að koma sér úr þessum vandræðum því þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfinguna og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hugrekkinu sem við sýndum. Þú munt alltaf eiga erfiða kafla á móti þessu liði. Þú verður að vera beinskeyttur og hafa stjórn á þér og ganga úr skugga um að þú sæert ekki gripinn á móti þessu liði.“ Hann segir einnig að sigurinn sé aðeins hluti af vegferð liðsins. „Þetta er bara hluti af vegferðinni. Þú lærir af hverju tapi, en strákarnir í liðinu eru svo viljugir og það er virkilega gaman að vinna með þeim. Við verðum að njóta augnabliksins og halda svo áfram.“ Þá vildi Arteta lítið tjá sig um gula spjaldið sem Mateo Kovacic fékk í fyrri hálfleik þar sem margir vildu meina að liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar. „Ég er búinn að sjá þetta aftur, en þetta er búið og sem betur fer unnum við,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
„Ég er vo stoltur. Við fengum þetta augnablik með rétta fólkinu og réttu leikmönnunum. Við vissum að við þyrftum að þjást og við gerðum það. Þú þarft að fá stóra frammistöðu í svona leikjum og mikinn stuðning. Mér líður eins og þetta hafi verið stór sigur,“ sagði Arteta í leikslok. „Við byrjuðum á að fá á okkur horn en svo náðum við smá stjórn á leiknum og í seinni hálfleik byrjuðum við virkilega vel. Við mættum vel til leiks og vorum aggressívir. Skiptingarnar sem við gerðum hjálpuðu líka og gæðin sem við fengum að sjá í markinu voru virkilega góð.“ „City bjó til fullt af vandræðum fyrir okkur og við gerðum það líka við þá. Það er ekki auðvelt að koma sér úr þessum vandræðum því þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfinguna og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hugrekkinu sem við sýndum. Þú munt alltaf eiga erfiða kafla á móti þessu liði. Þú verður að vera beinskeyttur og hafa stjórn á þér og ganga úr skugga um að þú sæert ekki gripinn á móti þessu liði.“ Hann segir einnig að sigurinn sé aðeins hluti af vegferð liðsins. „Þetta er bara hluti af vegferðinni. Þú lærir af hverju tapi, en strákarnir í liðinu eru svo viljugir og það er virkilega gaman að vinna með þeim. Við verðum að njóta augnabliksins og halda svo áfram.“ Þá vildi Arteta lítið tjá sig um gula spjaldið sem Mateo Kovacic fékk í fyrri hálfleik þar sem margir vildu meina að liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar. „Ég er búinn að sjá þetta aftur, en þetta er búið og sem betur fer unnum við,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24