„Viljum viðhalda hungrinu“ Dagur Lárusson skrifar 7. október 2023 16:59 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður eftir frammistöðu síns líðs gegn Val í Bestu deild karla í dag þar sem Víkingur vann 5-1. „Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja. Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja.
Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16