Svandís harðorð um varðstöðu Moggans með leyndarhyggju í sjávarútvegi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2023 17:01 Svandís Svavarsdóttir er harðorð í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni. Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira