Hæstiréttur sneri við dómi sem hefur þegar verið afplánaður Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 18:40 Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður fjárfestinga Landsbankans, krafðist þess að sínu máli yrði vísað til Hæstaréttar vitandi að rétturinn getur ekki veitt honum réttláta málsmeðferð með skýrslutökum. vísir/vilhelm Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ívar Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, frá árinu 2014. Hæstiréttur hafði áður dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar en með umdeildri ákvörðun Endurupptökudóms var málið sent aftur til Hæstaréttar. Hann hefur þegar afplánað þann dóm og var því ekki dæmd refsing. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2014 var Ívar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun á fimm daga tímabili skömmu fyrir bankahrun árið 2008 og dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Með dómi Hæstaréttar sama ár var hann hins vegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun yfir samtals 228 viðskiptadaga og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Mál Styrmis Þórs hefur víðtæk áhrif Mál Ívars er eitt fjölmargra svokallaðra hrunmála, sem hafa mörg hver velkst um í dómkerfinu í fjölda ára. Eitt þeirra, mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka hefur dregið dilk á eftir sér. Hann var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Hæstarétti, eftir að hafa verið sýknaður í héraði. Hann fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs um endurupptöku dómsins og vísaði því til meðferðar í Hæstarétti árið 2019. Árið 2022 vísaði Hæstiréttur málinu frá dómi, þar sem hann hefur ekki heimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram og gat því ekki tekið málið til meðferðar. Því stóð dómur héraðsdóms óhaggaður. Niðurstaðan í máli Ívars fyrirsjáanleg Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar hefur Endurupptökudómur haldið áfram að vísa málum, sem varða skort á munnlegri sönnunarfærslu, aftur til Hæstaréttar. Í máli Styrmis Þórs beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms að vísa málum frekar til Landsréttar, sem hefur heimild til þess að hlýða á munnlega sönnunarfærslu. Í kjölfarið sagði Endurupptökudómur í öðru máli að ótækt væri að vísa málum þangað þar sem orðalagið „að nýju“ var túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Því var niðurstaða Hæstaréttar í dag nokkuð fyrirsjáanleg. Hefur þegar afplánað fyrri dóm Ákæruvaldið krafðist þess í seinni umferð málsins fyrir Hæstarétti að dómur héraðsdóms yrði staðfestur og að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Sjálfur krafðist hann sýknu og til var að honum yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í seinni dómi Hæstaréttar var tekið fram að eins og málið lægi fyrir réttinum kæmi einungis til álita að sakfella Ívar fyrir það tímabil sem hann hafði verið sakfelldur fyrir í héraði. Krafa ákæruvaldsins um að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing helgaðist af því að hann hafði þegar afplánað tveggja ára dóm Hæstaréttar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms var dómur héraðsdóms staðfestur en Ívari ekki gerð sérstök refsing. Þá var ákvörðun héraðsdóms um málskostnað látin standa óhögguð en málsvarnarlaun verjanda Ívar í fyrri umferð fyrir Hæstarétti, 7,4 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði sem og málsvarnarlaun verjanda hans nú, rétt tæplega tíu milljónir króna. Dómsmál Efnahagsbrot Dómstólar Hrunið Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2014 var Ívar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun á fimm daga tímabili skömmu fyrir bankahrun árið 2008 og dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Með dómi Hæstaréttar sama ár var hann hins vegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun yfir samtals 228 viðskiptadaga og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Mál Styrmis Þórs hefur víðtæk áhrif Mál Ívars er eitt fjölmargra svokallaðra hrunmála, sem hafa mörg hver velkst um í dómkerfinu í fjölda ára. Eitt þeirra, mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka hefur dregið dilk á eftir sér. Hann var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Hæstarétti, eftir að hafa verið sýknaður í héraði. Hann fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs um endurupptöku dómsins og vísaði því til meðferðar í Hæstarétti árið 2019. Árið 2022 vísaði Hæstiréttur málinu frá dómi, þar sem hann hefur ekki heimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram og gat því ekki tekið málið til meðferðar. Því stóð dómur héraðsdóms óhaggaður. Niðurstaðan í máli Ívars fyrirsjáanleg Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar hefur Endurupptökudómur haldið áfram að vísa málum, sem varða skort á munnlegri sönnunarfærslu, aftur til Hæstaréttar. Í máli Styrmis Þórs beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms að vísa málum frekar til Landsréttar, sem hefur heimild til þess að hlýða á munnlega sönnunarfærslu. Í kjölfarið sagði Endurupptökudómur í öðru máli að ótækt væri að vísa málum þangað þar sem orðalagið „að nýju“ var túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Því var niðurstaða Hæstaréttar í dag nokkuð fyrirsjáanleg. Hefur þegar afplánað fyrri dóm Ákæruvaldið krafðist þess í seinni umferð málsins fyrir Hæstarétti að dómur héraðsdóms yrði staðfestur og að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Sjálfur krafðist hann sýknu og til var að honum yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í seinni dómi Hæstaréttar var tekið fram að eins og málið lægi fyrir réttinum kæmi einungis til álita að sakfella Ívar fyrir það tímabil sem hann hafði verið sakfelldur fyrir í héraði. Krafa ákæruvaldsins um að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing helgaðist af því að hann hafði þegar afplánað tveggja ára dóm Hæstaréttar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms var dómur héraðsdóms staðfestur en Ívari ekki gerð sérstök refsing. Þá var ákvörðun héraðsdóms um málskostnað látin standa óhögguð en málsvarnarlaun verjanda Ívar í fyrri umferð fyrir Hæstarétti, 7,4 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði sem og málsvarnarlaun verjanda hans nú, rétt tæplega tíu milljónir króna.
Dómsmál Efnahagsbrot Dómstólar Hrunið Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira