Styrkja rannsóknir og efla eftirlit með lagareldi Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra birti í dag fyrstu heildstæðu stefnuna um uppbyggingu og umgjörð lagareldis. Vísir/Arnar Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar. Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01