Fyrirframgreiðsla arfs hefur aukist um helming Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 06:31 Bjarni með fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. Stöð 2/Sigurjón Margir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var að mat tekna af eignarsköttum hækkaði um 3,5 milljarða króna, eða 64,8 prósent, frá fjármálaáætlun ársins 2023. Hækkunin stafar helst af miklum vexti tekna af erfðafjárskatti. Það skýrist svo af því að hlutfall tekna af fyrirframgreiðslu arfs jókst um helming milli áranna 2022 og 2023. Eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga ársins 2024 hækkar mat tekna af eignarsköttum um 3,5 milljarða króna frá fjármáláætlun og er það að nær öllu leyti vegna mikils vaxtar tekna af erfðafjárskatti á yfirstandandi ári sem hefur grunnáhrif á áætlun ársins 2024. Í svari við fyrirspurn Vísis til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hækkunina segir að undanfarin ár hafi orðið veruleg aukning á erfðafjárskatti. Eignastaða hafi þar nokkur áhrif, en auk þess hafi orðið veruleg aukning í fyrirframgreiðslu arfs frá því sem áður var. Skattfrelsismörk vega þungt Fyrirframgreiddur arfur er skattskyldur með tíu prósent skatthlutfalli á sama hátt og arfur af dánarbúi en án skattfrelsismarka. Skattfrelsismörk erfðafjárskatts eru 5.757.759 krónur árið 2023. Hann kemur til vegna ákvarðana einstaklinga og aðrir skýringarþættir eru þar að baki en í tilviki dánarbúa. Erfðafjárskattur vegna fyrirframgreidds arfs kemur sem viðbót við hefðbundnar greiðslur erfðafjárskatta vegna dánarbúa. Hlutfallið komið yfir sextíu prósent Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 er gert ráð fyrir því að erfðafjárskattur ársins 2024 verði um 14,5 milljarðar króna, sem er aukning um einn milljarð eða sjö prósent á milli ára. Erfðafjárskattur ársins 2023 var áætlaður 8,8 milljarðar króna í fjárlögum 2023 en við gerð fjárlaga 2024 var sú tala enduráætluð og er gert ráð fyrir að erfðafjárskattur ársins 2023 verði um 13,5 milljarðar króna. Í svari við annarri fyrirspurn Vísis segir að hlutfall fyrirframgreidds arfs hafi verið rúmlega 40 prósent á árunum 2021 og 2022 en nú sé útlit fyrir að það hlutfall verði yfir 60 prósent af erfðafjárskatti á ársins 2023. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2024 Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga ársins 2024 hækkar mat tekna af eignarsköttum um 3,5 milljarða króna frá fjármáláætlun og er það að nær öllu leyti vegna mikils vaxtar tekna af erfðafjárskatti á yfirstandandi ári sem hefur grunnáhrif á áætlun ársins 2024. Í svari við fyrirspurn Vísis til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hækkunina segir að undanfarin ár hafi orðið veruleg aukning á erfðafjárskatti. Eignastaða hafi þar nokkur áhrif, en auk þess hafi orðið veruleg aukning í fyrirframgreiðslu arfs frá því sem áður var. Skattfrelsismörk vega þungt Fyrirframgreiddur arfur er skattskyldur með tíu prósent skatthlutfalli á sama hátt og arfur af dánarbúi en án skattfrelsismarka. Skattfrelsismörk erfðafjárskatts eru 5.757.759 krónur árið 2023. Hann kemur til vegna ákvarðana einstaklinga og aðrir skýringarþættir eru þar að baki en í tilviki dánarbúa. Erfðafjárskattur vegna fyrirframgreidds arfs kemur sem viðbót við hefðbundnar greiðslur erfðafjárskatta vegna dánarbúa. Hlutfallið komið yfir sextíu prósent Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 er gert ráð fyrir því að erfðafjárskattur ársins 2024 verði um 14,5 milljarðar króna, sem er aukning um einn milljarð eða sjö prósent á milli ára. Erfðafjárskattur ársins 2023 var áætlaður 8,8 milljarðar króna í fjárlögum 2023 en við gerð fjárlaga 2024 var sú tala enduráætluð og er gert ráð fyrir að erfðafjárskattur ársins 2023 verði um 13,5 milljarðar króna. Í svari við annarri fyrirspurn Vísis segir að hlutfall fyrirframgreidds arfs hafi verið rúmlega 40 prósent á árunum 2021 og 2022 en nú sé útlit fyrir að það hlutfall verði yfir 60 prósent af erfðafjárskatti á ársins 2023.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2024 Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30