Ryder-bikarinn fór þetta árið fram í Evrópu, nánar tiltekið í Róm á Ítalíu. Úrvalslið Evrópu leiddi mótið allan tímann og sigldi svo í gær heim 16,5-11,5 sigri.
Er þetta fyrsti sigur Evrópu á mótinu síðan árið 2018 og alls 44 sigur liðsins frá Evrópu ef taldir eru með titlar Bretlandseyja og Írlands á sínum tíma.
Einn stuðningsmaður evrópska liðsins gat ekki hamið gleði sína þegar að ljóst var að Evrópa færi með sigur af hólmi á mótinu.
Umræddur stuðningsmaður tók á rás í átt að vatni sem stendur við eina af holum vallarins í Róm sem spilað var á.
Í beinni útsendingu sást það hvernig stuðningsmaðurinn kastaði sér í vatnið af ánægju. Sjón er sögu ríkari.
— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) October 1, 2023