„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 19:16 Gunnar H. Jónasson starfar í Kjötborg. Vísir/Steingrímur Dúi Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar. Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar.
Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira