Hnefaleikakappinn átti að berjast síðasta ágúst en því var aflýst, Kolbeinn hefur lítið barist síðustu ár en hefur æft vel undir styrkri handleiðslu Sugar Hill og Tyson Fury og er í fantaformi.
Kolbeinn á nú að baki 14 bardaga sem atvinnumaður, hann hefur unnið þá alla og sjö þeirra hafa endað með rothöggi. Hann er sá eini sem hefur íþróttagreinina að atvinnu, auk þess á hann að baki 15 ára feril í ólympískum hnefaleikum.