Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 22:37 Sagan af Dimmalimm í upprunalegri útgáfu og nýrri útgáfu. Forlagið/Óðinsauga Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira