Á eldra fólk að hafa það skítt? Helgi Pétursson skrifar 30. september 2023 15:30 „Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Mánuðum saman. Þá vorum við búin að benda á óréttlæti gríðarlegra skerðinga á greiðslum frá almannatryggingum og stóra svikna loforðið um að greiðslur úr lífeyrissjóðum okkar ættu að koma sem viðbót við greiðslur úr almenna tryggingakerfinu. Þið eruð bótaþegar. Því breyttu stjórnvöld með lagasetningu 2017 og töldu sig hafa einfaldað kerfið á þann hátt að lífeyrir væri þaðan í frá bætur og það væri stjórnvalda að ákveða upphæð bóta hverju sinni. Viðhorf núverandi stjórnvalda til eldra fólks er með þeim hætti að kynslóðir sem greitt hafa skatta og skyldur í meira en 50 ár og lyft þvi Grettistaki sem uppbygging þess samfélags sem við njótum, ættu að sætta sig við bætur í stað lífeyris sem fólk hélt að það ætti inni úr samfélagslegum sjóðum. Raunar hafa stjórnvöld gengið svo langt að vilja minna á að „það er bara fullt eldra fólki sem hefur það bara gott“. Því hef ég svarað: „En ekki hvað? Á eldra fólk að hafa það skítt?“ Á eldra fólk að hafa það skítt? Í öllum þessum viðræðum hefur okkur verið tekið afskaplega vel og sýndur mikill skilningur, en efndir og úrbætur hafa engar verið. Ekki hjá neinum. Eldra fólk hefur auðvitað enga lagalega stöðu til þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að fylgja kröfum sínum eftir og í því skjóli skáka stjórnvöld. Það voru því mikil vonbrigði þegar við leituðum formlega til ASI, BSRB og BHM um stuðning í tengslum við síðustu kjarasamninga, eins og gert hafði verið við kjarasamninga um langt árabil. Verkalýðshreyfingin gerði ekkert með þessa bón okkar og þar með fór fyrir lítið áratuga aðild okkar að fagfélögum og verkalýðsfélögum með tilheyrandi milljarða greiðslum í alls kyns sjóði. Stefnumörkun 35 þúsund félagsmanna LEB Á málþingi um kjör eldra fólks sem LEB og kjaranefndin mun halda 2. október n.k., á Hótel Hilton Nordica, leggjum við spilin á borðið. Allan síðast liðinn vetur og vor höfum við unnið ítarlega stefnumótun í kjaramálum sem samþykkt var á landsfundi LEB. 55 félög eldra fólks með um 35 þúsund félagsmenn hafa sameinast um þessa stefnu sem er skýr. Mikill hluti hugsanlegra samningsaðila okkar um bætt kjör, virðist hins vegar lifa í allt annari veröld en við hin. Hér sé allt í blússandi gangi og allir kátir. Við eldra fólk sem erum að minna á að svo sé ekki, erum auðvitað að skemma partíið. 20 þúsund manns undir eða við lágmark Við verðum hins vegar að benda á að um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur. Bíllinn má ekki bila, allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi, ekkert má fara úrskeiðis. Þessi hópur getur ekkert veitt sér. Það er ekki mikið stuð á þeim bæjum. Kjör og aðstæður þeirra sem verst eru sett, eru hins vegar einu ríkasta samfélagi heims til ævarandi skammar. Þetta er fólk sem hefur litlar sem engar lífeyristekjur, hefur alla tíð haft lítil laun, er að hluta til aðflutt og í miklum meirihluta konur. En eitt auðugasta samfélag heims toppar sig auðveldlega með að láta hundrað okkar elstu bræðra og systra liggja á göngum og geymslum á sjúkrahúsum. Við leggjum til sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: ·Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar taki fyrst og fremst til lífeyristaka ·Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði ·Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Við leggum til almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: ·Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkð er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. ·Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. ·Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Við viljum endurskoða útreikning vegna frestunar á töku ellilífeyris, - að reikna hækkun vegna frestunar áður en lífeyrir er skertur. Við viljum að sama regla gildi við meðferð leigutekna við ákvörðun lífeyris og gert er við álagningu fjármagnstekjuskatts. Þá viljum við að 300.000 kr. frítekjumark fjármagnstekna gildi einnig gagnvart lífeyri frá almannatryggingum og að lífeyristakar njóti hækkana frá lífeyrissjóðum sem hækkun atvinnutekna. Sjáumst á málþingi um kjör eldra fólks mánduaginn 2. Október á Hótel Nordica Hilton Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Mánuðum saman. Þá vorum við búin að benda á óréttlæti gríðarlegra skerðinga á greiðslum frá almannatryggingum og stóra svikna loforðið um að greiðslur úr lífeyrissjóðum okkar ættu að koma sem viðbót við greiðslur úr almenna tryggingakerfinu. Þið eruð bótaþegar. Því breyttu stjórnvöld með lagasetningu 2017 og töldu sig hafa einfaldað kerfið á þann hátt að lífeyrir væri þaðan í frá bætur og það væri stjórnvalda að ákveða upphæð bóta hverju sinni. Viðhorf núverandi stjórnvalda til eldra fólks er með þeim hætti að kynslóðir sem greitt hafa skatta og skyldur í meira en 50 ár og lyft þvi Grettistaki sem uppbygging þess samfélags sem við njótum, ættu að sætta sig við bætur í stað lífeyris sem fólk hélt að það ætti inni úr samfélagslegum sjóðum. Raunar hafa stjórnvöld gengið svo langt að vilja minna á að „það er bara fullt eldra fólki sem hefur það bara gott“. Því hef ég svarað: „En ekki hvað? Á eldra fólk að hafa það skítt?“ Á eldra fólk að hafa það skítt? Í öllum þessum viðræðum hefur okkur verið tekið afskaplega vel og sýndur mikill skilningur, en efndir og úrbætur hafa engar verið. Ekki hjá neinum. Eldra fólk hefur auðvitað enga lagalega stöðu til þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að fylgja kröfum sínum eftir og í því skjóli skáka stjórnvöld. Það voru því mikil vonbrigði þegar við leituðum formlega til ASI, BSRB og BHM um stuðning í tengslum við síðustu kjarasamninga, eins og gert hafði verið við kjarasamninga um langt árabil. Verkalýðshreyfingin gerði ekkert með þessa bón okkar og þar með fór fyrir lítið áratuga aðild okkar að fagfélögum og verkalýðsfélögum með tilheyrandi milljarða greiðslum í alls kyns sjóði. Stefnumörkun 35 þúsund félagsmanna LEB Á málþingi um kjör eldra fólks sem LEB og kjaranefndin mun halda 2. október n.k., á Hótel Hilton Nordica, leggjum við spilin á borðið. Allan síðast liðinn vetur og vor höfum við unnið ítarlega stefnumótun í kjaramálum sem samþykkt var á landsfundi LEB. 55 félög eldra fólks með um 35 þúsund félagsmenn hafa sameinast um þessa stefnu sem er skýr. Mikill hluti hugsanlegra samningsaðila okkar um bætt kjör, virðist hins vegar lifa í allt annari veröld en við hin. Hér sé allt í blússandi gangi og allir kátir. Við eldra fólk sem erum að minna á að svo sé ekki, erum auðvitað að skemma partíið. 20 þúsund manns undir eða við lágmark Við verðum hins vegar að benda á að um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur. Bíllinn má ekki bila, allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi, ekkert má fara úrskeiðis. Þessi hópur getur ekkert veitt sér. Það er ekki mikið stuð á þeim bæjum. Kjör og aðstæður þeirra sem verst eru sett, eru hins vegar einu ríkasta samfélagi heims til ævarandi skammar. Þetta er fólk sem hefur litlar sem engar lífeyristekjur, hefur alla tíð haft lítil laun, er að hluta til aðflutt og í miklum meirihluta konur. En eitt auðugasta samfélag heims toppar sig auðveldlega með að láta hundrað okkar elstu bræðra og systra liggja á göngum og geymslum á sjúkrahúsum. Við leggjum til sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: ·Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar taki fyrst og fremst til lífeyristaka ·Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði ·Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Við leggum til almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: ·Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkð er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. ·Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. ·Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Við viljum endurskoða útreikning vegna frestunar á töku ellilífeyris, - að reikna hækkun vegna frestunar áður en lífeyrir er skertur. Við viljum að sama regla gildi við meðferð leigutekna við ákvörðun lífeyris og gert er við álagningu fjármagnstekjuskatts. Þá viljum við að 300.000 kr. frítekjumark fjármagnstekna gildi einnig gagnvart lífeyri frá almannatryggingum og að lífeyristakar njóti hækkana frá lífeyrissjóðum sem hækkun atvinnutekna. Sjáumst á málþingi um kjör eldra fólks mánduaginn 2. Október á Hótel Nordica Hilton Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun