Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Árni Sæberg skrifar 30. september 2023 14:28 Ari Alexander vildi ekki hafa þingmanninn inni á veitingastaðnum sem hann vinnur á. Instagram/Tokyo Sushi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019. Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019.
Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira