Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 13:15 Æfingin á flugvellinum hófst klukkan 11:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Aðsend Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð. Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.
Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira