Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sendi í gær „að mjög svo gefnu tilefni.“
„Í ljósi atburða gærdagsins og þeirra sorglegu frétta af fjöldauppsögnum starfsfólks Grundarheimilanna, vill Hveragerðisbær koma því á framfæri að bærinn harmar mjög þessar uppsagnir og skorum við á forsvarsmenn Grundarheimilanna að endurskoða þær,“ segir í tilkynningu.
Þá hafi Geir óskað eftir fundi með Karli Óttari Einarssyni, forstjóra Grundar þar sem farið verði yfir málið og það sem hann segir ömurleg tíðindi.