Besta upphitunin: Íslandsmeisturum boðið í spjall Siggeir Ævarsson skrifar 29. september 2023 18:06 Góðir gestir í setti Skjáskot Úrslitin eru ráðin í Bestu deild kvenna þetta árið en þó eru enn tvær umferðir eftir í efri hlutanum. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir umferð morgundagsins í Bestu upphituninni og fékk til sín góða gesti að vanda. Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira